Fordómar af gáleysi Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. apríl 2023 11:01 Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir. Ég held ég geti fullyrt að við sjáum flest óheflað orðalag og jafnvel ofbeldisfull ummæli í garð minnihlutahópa nánast daglega á samfélagsmiðlum. Það er lykilatriði að átta sig á því að við sjáum ekki öll sömu hlutina á þessum miðlum, enda ræðst það mikið til af algóritmum fyrirtækjanna. Sjálf sé ég fordómafull og afmennskandi ummæli oftast undir fréttafærslum sem stóru fjölmiðlarnir hafa deilt á samfélagsmiðlum og, ótrúlegt en satt, í hópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. Tjáningarfrelsi er varið í stjórnarskrá og ummæli þurfa auðvitað að vera mjög öfgafull og gróf til að falla undir greinar um meiðyrði eða hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. En ummæli þurfa þó ekki að vera refsiverð til þess að geta valdið skaða. Þessi skaði einskorðast ekki aðeins við þá minnihlutahópa sem verða jafnan fyrir aðkastinu, heldur nær hann til samfélagsins alls. Hatursfull og afmennskandi ummæli breyta nefnilega hugsun okkar. Þau breyta kannski ekki heimsmynd okkar á einum degi, en staðreyndin er sú að það eitt að lesa ítrekað fordómafull ummæli hefur þau áhrif að fólk afnæmist smátt og smátt fyrir skilaboðunum. Meira að segja vel meinandi fólk finnur hægt og bítandi ekki til jafn mikilla óþæginda þegar samskiptareglur samfélagsins eru ítrekað brotnar og minnihlutahópar eru svívirtir, gerðir tortyggilegir, þegar þeim eru gerðar upp skoðanir, málaðir upp sem ógn eða rætið grín gert að þeim. Rannsóknir sýna að þegar við höfum afnæmst fyrir hatrinu sem beinist að tilteknum minnihlutahópi, þá eiga fordómafullar hugmyndir greiðari leið að okkur og við erum líklegri til þess að samþykkja þær. Við verðum á endanum líklegri en ella til að samþykkja mannréttindabrot og ofbeldi gagnvart sama hópi. Hvort sem við viljum það eða ekki. Spurningin er þá: Höfum við áhuga á því að leyfa öðru fólki að gera okkur fordómafull? Höfum við áhuga á því að mörkin haldi áfram að færast að okkur forspurðum? Því mörkin hafa sannarlega færst. Við sjáum það á hverjum degi í starfi Samtakanna ‘78 og ég veit að fleiri mannréttindasamtök sjá það líka. Hatursfullar hugmyndir eru að festa rætur hér á landi. Í tilviki hinsegin fólks er hatrið að miklu leyti innflutt frá ríkjum sem eru lengra komin á sömu hættulegu vegferðinni, enda hafa hugmyndir líklega aldrei haft greiðari leið milli landa. Ég trúi því að við viljum flest að Ísland haldi áfram að vera frjálslynt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru og komum vel fram við annað fólk. Til þess verðum við að berjast gegn þessari þróun. Fyrsta skrefið í þeirri baráttu er að vakna til meðvitundar. Höfundur er málfræðingur og verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun