Martröð Luka og Kyrie heldur áfram | Pelicans á uppleið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 10:30 Jimmy Butler sá til þess að Luka og Kyrie fóru ósáttir á koddann. Megan Briggs/Getty Images Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114. Dallas hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Liðið var að berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppnina yfir í að berjast um sæti í henni en er nú dottið úr sætunum sem skila liðum í umspilið. Eins og staðan er í dag eru leikmenn Dallas á leiðinni í frí þegar deildarkeppninni lýkur. Eitthvað sem Luka Dončić hefur lítinn áhuga á. Eins og oft áður var það varnarleikur Dallas sem kostaði liðið í nótt. Heat skoraði 44 stig í fyrsta leikhluta gegn 31 stigi hjá Dallas. Var grunnurinn að sigrinum strax lagður þar en Luka, Kyrie og félagar áttu engin svör. Lokatölur 129-122 og Dallas nú tapað 41 leik en aðeins unnið 37. Hjá Miami Heat var Jimmy Butler stigahæstur með 35 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Cody Zeller skoraði 20 stig og gamla brýnið Kevin Love skoraði 18 stig og tók 5 fráköst. Jimmy Butler got off to a hot start and finished with 35 PTS and a season-high 12 AST to lead the @MiamiHEAT to crucial win at home! pic.twitter.com/xAmgJsObTZ— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í tapliðinu var Luka stigahæstur með 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði 31 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hinn margumtalaði Kyrie Irving skoraði svo 23 stig og gaf 8 stoðsendingar. Luka Doncic records his 14th 40+ PT game of the season with his 42-PT performance tonight in Miami pic.twitter.com/MMw4xa0rPh— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í hinum leik næturinnar þá var það Clippers sem byrjaði betur en Pelicans sneru dæminu við. Pelicans var 10 stigum undir að loknum fyrsta leikhluta en aðeins stigi undir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst Pelicans að komast yfir og vann á endanum mikilvægan sigur. Lokatölur 122-114 sem þýðir að Pelicans hefur nú unnið 40 leiki og tapað 38 á meðan Clippers hefur unnið 41 og tapað 38 leikjum. Hjá Pelicans var Brandon Ingram stigahæstur með 36 stig. Hann gaf einnig 8 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jonas Valančiūnas með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Russell Westbrook kom þar á eftir með 24 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst. A big game with big performances Brandon Ingram (36 PTS, 8 AST) and Kawhi Leonard (40 PTS, 8 REB) dueled in a matchup with huge postseason implications! pic.twitter.com/Zc0aIa2tSO— NBA (@NBA) April 2, 2023 Stöðuna í deildinni, bæði Vestur- og Austurdeild, má sjá hér að neðan en Clippers og Los Angeles Lakers eiga eftir að mætast innbyrðis í leik sem gæti skipt sköpum hvort liðið fer beint í úrslitakeppnina eða hvort þarf að fara í gegnum umspilið. Þá á Pelicans eftir að spila við Minnesota Timberwolves. The Pelicans move into the 7th spot out West A look at the updated NBA standings after Saturday's action!For more: https://t.co/dMyaWGoLZF pic.twitter.com/BV9cMklWUc— NBA (@NBA) April 2, 2023 Hér fyrir neðan má sjá hvernig umspilið lítur út í dag. Það getur þó margt breyst á þeim tíu dögum sem eru þangað til það hefst. 10 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/MndHjxD29g pic.twitter.com/tpLn41cBUv— NBA (@NBA) April 2, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Dallas hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur. Liðið var að berjast um heimavallarrétt í úrslitakeppnina yfir í að berjast um sæti í henni en er nú dottið úr sætunum sem skila liðum í umspilið. Eins og staðan er í dag eru leikmenn Dallas á leiðinni í frí þegar deildarkeppninni lýkur. Eitthvað sem Luka Dončić hefur lítinn áhuga á. Eins og oft áður var það varnarleikur Dallas sem kostaði liðið í nótt. Heat skoraði 44 stig í fyrsta leikhluta gegn 31 stigi hjá Dallas. Var grunnurinn að sigrinum strax lagður þar en Luka, Kyrie og félagar áttu engin svör. Lokatölur 129-122 og Dallas nú tapað 41 leik en aðeins unnið 37. Hjá Miami Heat var Jimmy Butler stigahæstur með 35 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Cody Zeller skoraði 20 stig og gamla brýnið Kevin Love skoraði 18 stig og tók 5 fráköst. Jimmy Butler got off to a hot start and finished with 35 PTS and a season-high 12 AST to lead the @MiamiHEAT to crucial win at home! pic.twitter.com/xAmgJsObTZ— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í tapliðinu var Luka stigahæstur með 42 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Tim Hardaway Jr. skoraði 31 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hinn margumtalaði Kyrie Irving skoraði svo 23 stig og gaf 8 stoðsendingar. Luka Doncic records his 14th 40+ PT game of the season with his 42-PT performance tonight in Miami pic.twitter.com/MMw4xa0rPh— NBA (@NBA) April 2, 2023 Í hinum leik næturinnar þá var það Clippers sem byrjaði betur en Pelicans sneru dæminu við. Pelicans var 10 stigum undir að loknum fyrsta leikhluta en aðeins stigi undir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst Pelicans að komast yfir og vann á endanum mikilvægan sigur. Lokatölur 122-114 sem þýðir að Pelicans hefur nú unnið 40 leiki og tapað 38 á meðan Clippers hefur unnið 41 og tapað 38 leikjum. Hjá Pelicans var Brandon Ingram stigahæstur með 36 stig. Hann gaf einnig 8 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jonas Valančiūnas með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Russell Westbrook kom þar á eftir með 24 stig, 9 stoðsendingar og 3 fráköst. A big game with big performances Brandon Ingram (36 PTS, 8 AST) and Kawhi Leonard (40 PTS, 8 REB) dueled in a matchup with huge postseason implications! pic.twitter.com/Zc0aIa2tSO— NBA (@NBA) April 2, 2023 Stöðuna í deildinni, bæði Vestur- og Austurdeild, má sjá hér að neðan en Clippers og Los Angeles Lakers eiga eftir að mætast innbyrðis í leik sem gæti skipt sköpum hvort liðið fer beint í úrslitakeppnina eða hvort þarf að fara í gegnum umspilið. Þá á Pelicans eftir að spila við Minnesota Timberwolves. The Pelicans move into the 7th spot out West A look at the updated NBA standings after Saturday's action!For more: https://t.co/dMyaWGoLZF pic.twitter.com/BV9cMklWUc— NBA (@NBA) April 2, 2023 Hér fyrir neðan má sjá hvernig umspilið lítur út í dag. Það getur þó margt breyst á þeim tíu dögum sem eru þangað til það hefst. 10 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/MndHjxD29g pic.twitter.com/tpLn41cBUv— NBA (@NBA) April 2, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira