Sport

Dag­skráin í dag: Sófa­sunnu­dagur hefur aldrei litið betur út

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur mætir KA í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.
Valur mætir KA í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Vísir/Diego

Orðatiltækið „Sunnudagur til sælu“ á svo sannarlega við um í dag. Alls eru 14 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.00 er landsmótið í golfhermum á dagskrá.

Klukkan 20.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar kvenna.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 10.20 hefst upphitun fyrir leik Bologna og Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Klukkan 12.50 er komið að leik Spezia og Salernitana í sömu deild.

Klukkan 15.50 er leikur Roma og Sampdoria á dagskrá.

Stórleikur Napoli og AC Milan er á dagskrá 18.35.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 10.50 hefst útsending frá Tenerife þar sem heimamenn mæta Barca í ACB-deildinni í körfubolta.

Klukkan 17.50 eru Martin Hermannsson og félagar í Valencia á dagskrá. Þeir mæta Baskonia í ACB-deildinni.

Klukkan 19.30 er leikur Chicago Bulls og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22.00 er DIO Implant LA Open-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 15.50 hefst útsending frá leik KA og Vals í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu.

Stöð 2 ESport

Klukkan 17.00 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í BLAST Premier. Klukkan 17.30 er svo komið að Evrópu Showdown-Úrslitum í BLAST.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×