„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 11:31 Kristján Örn Kristjánsson fagnar marki gegn Brasilíu á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“ Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“
Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira