Sport

Tilboðin í Man. Utd lægri en Glazer-fjölskyldan bjóst við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eigendur Manchester United eru þeir Joel og Avram Glazer en þeir vilja fá metupphæð fyrir félagið.
Eigendur Manchester United eru þeir Joel og Avram Glazer en þeir vilja fá metupphæð fyrir félagið. EPA/JUSTIN LANE

Áhugasamir kaupendur af enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United virðast ekki ætla að fara alveg eins djúpt niður í vasa sína og núverandi eigendur voru að vonast eftir.

Heimildarmenn ESPN segja að tilboðin hafi nefnilega verið lægri en Glazer-fjölskyldan bjóst við.

Bæði Sjeik Jassim og Sir Jim Ratcliffe sendu inn annað tilboð og höfðu hækkað sig frá fyrsta tilboði sem var í kringum fjóra og hálfan milljarð punda. Þá kom líka tilboð frá Finnanum Thomas Zilliacus.

Glazer-fjölskyldan sækist eftir því að fá sex milljarða punda fyrir félagið. Sex milljarðar punda eru meira en þúsund milljarðar í íslenskum krónum og United yrði þá dýrasta íþróttafélag sögunnar.

Þeir sem sendu inn tilboð á dögunum bíða nú eftir að heyra fréttir frá Raine Group, bandaríska bankanum sem sér um söluna fyrir Glazer-fjölskylduna.

Raine bankinn gæti tilkynnt um sigurvegara strax eða beðið um þriðju umferðina af tilboðum.

Starfsfólk Manchester United fékk að vita af því fyrir nokkru að stefnan væri að ganga frá sölu félagsins áður en núverandi tímabil klárast. Það er pressa á að ganga frá framtíð félagsins sem fyrst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.