Misskilningur Sauðkrækings Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. mars 2023 10:01 Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Óli Björn skrifar grein um ESB og Evru í Morgunblaðið 8. marz. Hann virðist telja, að úttektin og matið á því, hvort Íslendingar eigi að ganga að fullu í ESB og taka upp Evru, skuli byggjast á því, hvernig gengur með fulla ESB-aðild og Evru í öðrum löndum. Þetta er grundvallar misskilningur hálfnafna míns, eða hugsunarskekkja. Slík úttekt og mat verður fyrst og fremst að byggjast á því, hvernig Íslandi vegnar, annars vegar, utan ESB með krónu, og, hins vegar, hvers vænta mætti, ef við værum með fulla ESB-aðild og Evru; Ísland utan ESB og með krónu á móti Íslandi í ESB með Evru hlýtur að vera samanburðurinn. Þróun og staða í öðrum löndum, í ESB eða utan, með eða án Evru, skipta hér engu höfuðmáli, því öll eru þessi lönd ólík, bæði fólk og fólksfjöldi, bakgrunnur, landafræði og saga, auðlindir, veðurfar, atvinnuvegir og aðrar aðstæður. Það er því í bezta falli ofureinföldun að lista upp gjörólík lönd, þó öll séu í Evrópu, og flokka gæði viðskiptasamninga þeirra og gjaldmiðila eftir verðbólgu eða matarverði. Slíkar myndir eru miklu fjölþættari og flóknari en svo, að slíkur mælikvarði eigi við. Rétt er líka að árétta hér, að megin orsök verðbólgu á meginlandi Evrópu er stórhækkað orkuverð, margföldun þess, í kjölfari Úkraínustríðsins. Eftir því, sem einstakar þjóðir voru háðar ódýru gasi og olíu frá Rússlandi - sem var breytilegt - þeim mun meira brennur nú stórhækkað orkuverð á þeim í formi verðbólgu. Þessi vandi er að miklu leyti ekki til staðar hér, og er þar með ekki verðbólguvaldur hér, því vatnsaflsraforkan okkar og heitt vatn hefur ekki hækkað við stríðið. Ég vil nú rifja upp helztu staðreyndirnar og rökin, sem ég tel vera fyrir fullri ESB-aðild okkar og upptöku Evru. Allavega tel ég, að við ættum að ljúka samningagerð um aðild, og taka svo, og þá fyrst, afstöðu til þess, hvort við teljum það henta okkur að ganga í sambandið, eða ekki: Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. Eins og öll aðildarríkin, lítil og stór, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. Með Evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (þegar ég skoðaði þetta síðast, var heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, og gaf Alþjóðabankinn þá upp, að vextir hér væru 4-6% yfir vöxtum í Evrulöndum). Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Það væri fróðlegt að vita, hvað hálfnafni minn telur um þessi 12-13 atriði. Hann er vinsamlegast beðinn, að taka afstöðu til þeirra, hvers og eins, útúrsnúningalaust. Hann er líka beðinn að skýra frá því, hverju hann teldi, að við hefðum að tapa með því að ljúka aðildarsamningum við ESB, án skuldbindinga, en þannig sæjum við, hvað kjör, kostir og skilyrði okkur byðust. Loks skal vitnað í hagfræðiprófessorinn sænska, Lars Jonung, einn fremsta fræðimann Evrópu í gengisstefnumálum, en hann var fyrir nokkru fenginn til að vinna álitsgerð um gjaldmiðlamál fyrir Ísland: „Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi, en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin“. Þarna bar hagfræðingurinn saman krónu og Evru fyrir Ísland. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun