Einkavæðing hrognkelsa/grásleppu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. mars 2023 07:30 Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar