Máté: Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt! Siggeir Ævarsson skrifar 23. mars 2023 22:49 Maté Dalmay var ekki sáttur við hversu linir og vælandi hans menn voru í kvöld Vísir / Hulda Margrét Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap hans manna gegn Grindavík í Subway-deild karla í kvöld. Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“ Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Sjá meira
Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“
Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Sjá meira