Mikilvæg skref í lengri vegferð Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2023 17:01 Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun