Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir skrifar 20. mars 2023 19:31 Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar