Körfubolti

„ Það er ekkert hægt að byggja þetta upp, þetta er bara núna og kannski næsta tíma­bil“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það er ekki mikil trú á að þessir tveir nái að gera eitthvað saman.
Það er ekki mikil trú á að þessir tveir nái að gera eitthvað saman. AP Photo/Tony Gutierrez

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar og enn á ný voru skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks til umræðu.

„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi og rökstyðja svo svör sín. Að þessu sinni voru það Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson sem voru sérfræðingar þáttarins.

Milwaukee Bucks eru lang líklegastir

„Þeir eru ekki lang líklegastir, þetta er leiðinlegt svar. Þeir eru líklegastir en ekki lang líklegastir. Verður ekki auðvelt fyrir Milwaukee að komast út úr Austrinu,“ sagði Hörður.

„Mér finnst þeir líklegastir en líka brothættastir. Þetta eru smá meiðslapésar. Er hræddur um meiðsli hjá Bucks fyrst og fremst en heilt Bucks finsnt mér vera langbesta liðið,“ bætti Tómas við.

Kyrie Irving skiptin mun gera Luka Dončić meira afhuga Dallas

„Ég held það. Þegar þetta fer illa, óhjákvæmilega, eftir einhvern x-tíma þá verður þetta enn eitt svona „Ohh náðuð þið í alvörunni ekki að búa til lið í kringum mig?“ Klikkaði með Kristaps Porziņģis, klikkaði með Christian Wood og klikkaði með að missa Jalen Brunson,“ sagði Hörður um hæl.

Tómas tók í sama streng.

„ Það er ekkert hægt að byggja þetta upp, þetta er bara núna og kannski næsta tímabil. Svo er þessi pæling flogin út um gluggann.“

Aðrar fullyrðingar þáttarins að þessu sinni voru: Stjórn Boston Celtics gerði mistök að ráða Joe Mazzula til frambúðar, Joel Embiid er búinn að taka fram úr Nikola Jokić.

Umræðu þeirra Kjartans Atla, Harðar og Tómasar má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Það er ekkert hægt að byggja þetta upp

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.