Handbolti

„Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurður Bragason á hliðarlínunni með ÍBV.
Sigurður Bragason á hliðarlínunni með ÍBV. Vísir/Diego

„Ég er ekki glæpamaður. Það skal vera á hreinu,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hann hefur verið mikið í umræðunni eftir ásakanir um að hafa slegið í afturenda kvenkyns starfsmanns Vals á dögunum.

Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði því máli til aganefndar sambandsins. Sigurður var ekki dæmdur í bann fyrir klappið meinta á afturendann heldur fékk hann tveggja leikja bann fyrir aðra óviðeigandi hegðun eftir leikinn.

„Ég vil taka það skýrt fram að ástæðan fyrir því að ég talaði við þessa konu. Hvernig hún upplifði hvernig ég þakkaði henni fyrir leikinn fannst mér leiðinlegt. Það var ekkert kynferðislegt í þessu. Það að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar. Ekki í búð, ekki á bar. Ekki neins staðar,“ segir Sigurður.

Þjálfarinn var ekki ánægður með að leikmenn ÍBV hefðu verið spurðir út í hans mál í útsendingu RÚV frá undanúrslitum bikarkeppninnar.

„Ég fór ekki á leikinn því ég er kappsamur og má ekki hafa nein afskipti af leiknum. Það væri alveg týpískt ég að góla eitthvað inn á. Ég var bara á sjó og horfði svo á leikinn,“ segir Sigurður og bætir við.

„Þegar fyrirliðinn minn er tekinn í viðtal eftir sigurleik og það er verið að syngja slor og skít í stúkunni. Hún er spurð hvar sé Siggi? Ég skal taka þátt í umræðu um ofbeldi í íþróttum. Ég hef þjálfað konur í fimm ár og vandað mig. Það má spyrja þær hvernig samskiptin séu við mig.“

Sjá má viðtalið við Sigurð hér að neðan.

Klippa: Sigurður Bragason svarar fyrir sig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×