Handbolti

Donni marka­hæstur í endur­kominni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donni í leik með íslenska landsliðinu.
Donni í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur aftur til leiks með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Hann hafði tekið sér tímabundið hlé frá handbolta vegna kulnunar en er nú snúinn aftur og það með látum.

Donni hafði ekki spilað með PAUC síðan hann lék gegn Val hér á landi fyrir tæpum mánuði síðan. Hann sagði við Vísi að um kulnun í starfi að væri að ræða og að hann þyrfti pásu. Samkvæmt Handbolti.is leitaði Donni sér í kjölfarið aðstoðar vegna andlegs álags.

Samband hans og þjálfara liðsins, Thierry Anti, var stirt og hafði áhrif á andlega heilsu Donna. Anti var látinn fara fyrir tveimur vikum og nú er Donni mættur aftur. Sem betur fer enda gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska undanfarið.

Liðið mátti þola enn eitt tapið í kvöld. Að þessu sinni fjögurra marka tap gegn Saint-Raphaël, lokatölur 24-28. Jákvæðu fréttirnar fyrir PAUC eru þær að Donni sneri aftur í kvöld og var markahæsti maður liðsins með 5 mörk.

PAUC er í 10. sæti deildarinnar, af 16 liðum, með 17 stig að loknum 20 leikjum. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu 8 leikjum í öllum keppnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.