Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 10:09 Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Vísir/Getty Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP Líbía Kjarnorka Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP
Líbía Kjarnorka Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira