„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 20:56 Sara er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Vísir/Ívar Fannar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg. Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn. Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Sjá meira
Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn.
Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Sjá meira
Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38
„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04