Sport

Erna Sóley sjöunda á bandaríska háskólameistaramótinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Erna Sóley hefur gert frábæra hluti á árinu.
Erna Sóley hefur gert frábæra hluti á árinu.

Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera góða hluti í kúluvarpinu en hún keppti á bandaríska háskólameistaramótinu í nótt.

Erna Sóley hefur átt ótrúlegt ár í kúluvarpinu og stórbætt eigið Íslandsmet innanhúss á nokkrum vikum. Hún tryggði sér svæðismeistaratitilinnn þann 20. febrúar þegar hún kastaði kúlunni 17.92 metra en þá bætti hún Íslandmet sitt frá 2. febrúar um heila 22 sentimetra.

Íslandsmótið stóð í 16,95 metrum þegar árið gekk í garð en Erna byrjaði að bæta það 27. janúar þegar hún kastaði kúlunni 17,34 metra og rauf sautján metra múrinn fyrst íslenska kvenna.

Hún er því búin að bæta metið úr 16,95 metrum í 17,92 metra á þessu ári eða um 97 sentímetra. Hana vantar líka aðeins átta sentímetra að komast yfir átján metra múrinn.

Í nótt keppti Erna Sóley eins og áður segir á bandaríska háskólameistaramótinu og endaði í sjöunda sæti en hún keppir fyrir Rice háskólann í Texas.

Erna kastaði 17.59 metra en sigurvegarinn Adelaide Aquilla kastaði 19.28 en tveir keppendur köstuðu yfir nítján metra og fimm alls yfir átján.

Erna Sóley kastaði 16.84 í fyrstu umferð en næstu fjögur köst voru öll yfir sautján metra. 17.23 í öðru kasti, 17.49 í því þriðja og svo lengsta kastið í fjórðu umferð upp á 17.59 metra. Í fimmta kasti flaug kúlan 17.20 en síðasta kastið var ógilt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.