„Hvað svo?“ – Nám í þjóðfræði Þórunn Valdís Þórsdóttir skrifar 10. mars 2023 12:01 Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun