Handbolti

Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiven Tobar Valencia er mjög spennandi leikmaður sem er farin að vekja mikinn áhuga erlendis.
Stiven Tobar Valencia er mjög spennandi leikmaður sem er farin að vekja mikinn áhuga erlendis. Vísir/Vilhelm

Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins.

Stiven Tobar hefur vakið mikla athygli með Valsliðinu, bæði í Olís deildinni en ekki síst í Evrópudeildinni þar sem Valur er komið í sextán liða úrslitin.

Stiven staðfesti í samtali við Ríkissjónvarpið að það væri áhugi á honum frá erlendum félögum.

„Það hefur verið áhugi erlendis frá sem ég er bara að skoða hvort henti mér eða ekki,“ sagði Stiven Tobar Valencia í samtali við RÚV.

Hann svaraði líka játandi þegar hann var spurður um hvort ungverska stórliðið Veszprém væri eitt af þessum liðum.

„Já sennilega og það er bara til framtíðar, þannig að já,“ svaraði Stiven Tobar í viðtalinu við RÚV.

Stiven Tobar er í samkeppni við Bjarka Má Elísson í vinstri horni landsliðsins en Bjarki er einmitt leikmaður Veszprém.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×