„Maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. febrúar 2023 19:26 Afturelding - Selfoss Olís deild karla haust 2022 Selfyssingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í dag og unnu öruggan sigur á KA-mönnum í Olís deildinni í handbolta. Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15