„Maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. febrúar 2023 19:26 Afturelding - Selfoss Olís deild karla haust 2022 Selfyssingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í dag og unnu öruggan sigur á KA-mönnum í Olís deildinni í handbolta. Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira
Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15