Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2023 22:20 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Egill Aðalsteinsson Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að í hartnær sextíu ára sögu Landsvirkjunar hafi uppbygging stóriðju jafnan fylgt nýjum stórvirkjunum. Þannig reis álverið í Straumsvík samhliða Búrfellsvirkjun, járnblendið á Grundartanga fylgdi Sigöldu, álver Alcoa Kárahnjúkavirkjun og síðast á Þeistareykjum var virkjað vegna kísilvers á Bakka. Áður hafði Áburðarverksmiðjan fylgt Írafossvirkjun. Kísilver PCC á Bakka við Húsavík reis samhliða jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum.Vísir Þessu tímabili segir forstjóri Landsvirkjunar lokið. „Þannig að við erum ekki að sjá virkjanir tengdar einstökum viðskiptavinum. Enda er fjárhagur Landsvirkjunar orðinn þannig að það þarf ekki að gera það. Við getum í raun og veru byggt virkjanir út á efnahagsreikninginn okkar óháð því hvort það er viðskiptavinur eða ekki,“ segir Hörður Arnarson. Nýjar virkjanir muni mæta fjölbreyttari hópi smærri kaupenda. „Ja, svona umhverfisvænni iðnaði. Við erum að sjá matvælavinnslu, við erum að sjá hátækniiðnað, við erum að sjá ýmsan svona grænan áhugaverðan iðnað. Svo eru náttúrlega orkuskiptin,“ segir Hörður og nefnir sem dæmi framleiðslu rafeldsneytis. Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Álverið reis samhliða Kárahnjúkavirkjun.Arnar Halldórsson Hann segir Landsvirkjun þó áfram vilja styðja við stóriðjuna, svo sem við minniháttar stækkanir. „Að þeir haldi áfram að þróast. Að bæta sína framleiðslu, að auka sína nýtni, meiri háframleiddar vörur. Og við viljum halda áfram að styðja þau fyrirtæki frekar. Enda eru þau eiginlega lykillinn að þessari góðu afkomu Landsvirkjunar. Það eru þessi traustu, stóru, alþjóðlegu fyrirtæki.“ Þau sjónarmið heyrast að í stað þess að virkja meira vegna orkuskipta verði orkusölu hætt til stóriðju. Forstjóri Landsvirkunar telur skynsamlegra að halda stóriðjunni. „Fyrir utan það að samningar kveða á um það. Og við teljum að það sé í raun og veru óábyrg leið að í raun og veru að flytja framleiðslu annað og leysa orkuskiptin þannig. Þannig að við teljum að það sé rétta leiðin að auka orkuvinnslu á svipaðan hátt og við höfum gert áður. Og við teljum að það sé hægt að gera það í góðri sátt við bæði náttúruna og samfélagið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Tengdar fréttir Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. 21. febrúar 2023 22:30 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að í hartnær sextíu ára sögu Landsvirkjunar hafi uppbygging stóriðju jafnan fylgt nýjum stórvirkjunum. Þannig reis álverið í Straumsvík samhliða Búrfellsvirkjun, járnblendið á Grundartanga fylgdi Sigöldu, álver Alcoa Kárahnjúkavirkjun og síðast á Þeistareykjum var virkjað vegna kísilvers á Bakka. Áður hafði Áburðarverksmiðjan fylgt Írafossvirkjun. Kísilver PCC á Bakka við Húsavík reis samhliða jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum.Vísir Þessu tímabili segir forstjóri Landsvirkjunar lokið. „Þannig að við erum ekki að sjá virkjanir tengdar einstökum viðskiptavinum. Enda er fjárhagur Landsvirkjunar orðinn þannig að það þarf ekki að gera það. Við getum í raun og veru byggt virkjanir út á efnahagsreikninginn okkar óháð því hvort það er viðskiptavinur eða ekki,“ segir Hörður Arnarson. Nýjar virkjanir muni mæta fjölbreyttari hópi smærri kaupenda. „Ja, svona umhverfisvænni iðnaði. Við erum að sjá matvælavinnslu, við erum að sjá hátækniiðnað, við erum að sjá ýmsan svona grænan áhugaverðan iðnað. Svo eru náttúrlega orkuskiptin,“ segir Hörður og nefnir sem dæmi framleiðslu rafeldsneytis. Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Álverið reis samhliða Kárahnjúkavirkjun.Arnar Halldórsson Hann segir Landsvirkjun þó áfram vilja styðja við stóriðjuna, svo sem við minniháttar stækkanir. „Að þeir haldi áfram að þróast. Að bæta sína framleiðslu, að auka sína nýtni, meiri háframleiddar vörur. Og við viljum halda áfram að styðja þau fyrirtæki frekar. Enda eru þau eiginlega lykillinn að þessari góðu afkomu Landsvirkjunar. Það eru þessi traustu, stóru, alþjóðlegu fyrirtæki.“ Þau sjónarmið heyrast að í stað þess að virkja meira vegna orkuskipta verði orkusölu hætt til stóriðju. Forstjóri Landsvirkunar telur skynsamlegra að halda stóriðjunni. „Fyrir utan það að samningar kveða á um það. Og við teljum að það sé í raun og veru óábyrg leið að í raun og veru að flytja framleiðslu annað og leysa orkuskiptin þannig. Þannig að við teljum að það sé rétta leiðin að auka orkuvinnslu á svipaðan hátt og við höfum gert áður. Og við teljum að það sé hægt að gera það í góðri sátt við bæði náttúruna og samfélagið,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Tengdar fréttir Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. 21. febrúar 2023 22:30 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. 21. febrúar 2023 22:30
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01