Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira