„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:04 Tryggvi Snær Hlinason skorar tvö af sínum þrettán stigum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. „Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mjög erfiður leikur til að fara í. Þetta er hörkugott lið og þegar þeir setja skotin sín eins og þeir gerðu í kvöld þá er erfitt að stoppa þá,“ sagði Tryggvi Snær eftir leikinn. „En ég held að við höfum verið nokkuð solid varnarlega heilt yfir fyrir utan það að við gáfum of mikið af opnum skotum. En það er margt jákvætt í þessum leik.“ Þrátt fyrir 19 stiga tap náði íslenska liðið oft á tíðum að stríða Spánverjunum, en í þau skipti sem íslenska liðið nálgaðist virtust heimsmeistararnir geta sett í næsta gír og náð aftur upp öruggu forskoti. „Maður var alltaf að vonast til að við myndum ná einu áhlaupi í þriðja eða fjórða leikhluta. En alltaf þegar við náðum smá orku og smá keyrslu okkar megin þá ná þeir að setja tvö erfið og flott skot á móti okkur til að slökkva á okkur og áhorfendunum. Við þurfum áhorfendurna og orkuna til að vinna svona leiki.“ Þá var Tryggvi sammála fyrirliða íslenska liðsins, Ægi Þór Steinarssyni, um að íslenska liðið hafi dottið niður á plan Spánverjana. „Já þeir eru náttúrulega mjög sniðugir og agaðir. Þeir náðu svolítið að hægja á okkur og notuðu öll sín tól til þess að hægja á leiknum sem er ekki beint gott fyrir okkar. Við misstum þetta kannski svolítið niður á þeirra plan og það er kannski það neikvæða við þennan leik.“ „En aftur á móti held ég að það sé margt jákvætt við þennan leik sem við náðum að halda upp á tímabilum í leiknum.“ Meðal þess sem var jákvætt í leik íslenska liðsins var varnarleikurinn og Tryggvi segir að liðið geti klárlega tekið það með sér í leikinn gegn Georgíu á sunnudaginn. „Við nýttum þenna leik í að koma öllum á réttan stað bæði andlega og líkamlega og spila okkur saman. Ég held að við höfum gert það vel og við erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik sem er náttúrulega bara úrslitaleikurinn,“ sagði Tryggvi að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 22:32