„Þetta var hörkuleikur og ég er ótrúlega ánægður með mína menn, mér fannst við spila vel. Mér fannst við spila frábæran varnarleik í seinni hálfleik og svo var ég líka mjög ánægður með það að við héldum út í lokin, héldum út pressunni. Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin og náðum að klára þetta. Við klikkuðum á því á móti Stjörnunni og við gáfum svolítið eftir á móti Selfoss þannig að ég er hrikalega ánægður með það.“
Haukar lentu undir snemma leiks en jafnt var með liðunum í hálfleik 14-14. Í seinni hálfleik kom taktur í varnarleik Hauka og Aron Rafn Eðvarsson fór að verja vel í markinu.
„Mér fannst markmaðurinn hjá þeim stórkostlegur fyrsta korterið og það var sem að skildin liðin að framan af leiknum. Svo datt það aðeins niður og við náðum upp meiri ryðma varnarlega og það var það sem að snéri að mér.“
Aðspurður hverju hann hafi breytt í seinni hálfleik sagðist Ásgeir ekki hafa gert stórar breytingar.
„Þetta var ekkert stórvægilegt, smá detailar hér og þar, einhver smá mannaskipti. Maður þarf að vera smá þolinmóður og hafa trú á conceptinu sem að maður er búin að setja upp fyrir leikinn.“
Ásgeir ætlar að leyfa strákunum að fagna sigrinum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir Hafnarfjarðarslaginn, Haukar-FH sem fer fram næsta mánudag.
„Við þurfum að vera glaðir í dag og svo byrjum við að undirbúa okkur á morgun. Við þurfum að halda fókus, við erum ennþá að safna stigum. Við ætlum okkur að vera miklu ofar í töflunni.“