Körfubolti

Þrettán stig frá Jóni Axel í bikarsigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Axel átti fínan leik í kvöld.
Jón Axel átti fínan leik í kvöld. Vísir/Getty

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir áfram í undanúrslit í ítölsku bikarkeppninni í kvöld eftir sigur á Varese í kvöld.

Pesaro, sem er í fjórða sæti deildarkeppninnar, var á heimavelli í kvöld gegn Varese sem er í sjötta sæti deildarinnar með einum færri sigra en lið Pesaro. Það var því von á spennandi leik í kvöld.

Pesaro byrjaði leikinn mun betur og leiddi 29-12 að loknum fyrsta leikhluta. Gestirnir bitu frá sér og minnkuðu muninn í níu stig fyrir hálfleik en þá var staðan 44-35 heimamönnum í vil.

Síðari hálfleikur var síðan æsispennandi. Varese jafnaði fljótlega í þriðja leikhluta og jafnræði var á með liðunum eftir það. Varese tókst þó aldrei að taka skrefið og komast yfir, Pesaro sigldi góðum sigri í höfn og unnu að lokum 84-80 sigur.

Pesaro er því komið áfram í undanúrslit bikarkeppninnar. Jón Axel átti góðan leik í kvöld. Hann lék í tuttugu og átta mínútur, skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×