Uppvakningahugmyndir um sjóeldi Daníel Jakobsson skrifar 11. febrúar 2023 15:30 Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar