Körfubolti

Giannis öflugur í tíunda sigri Bucks í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Giannis Antetokounmpo.
Giannis Antetokounmpo. vísir/getty

Það var nóg um að vera í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og í nótt.

Sigurganga Milwaukee Bucks hélt áfram þegar liðið heimsótti Los Angeles Clippers og unnu gestirnir sinn tíunda leik í röð nokkuð örugglega, 106-119.

Grikkinn Giannis Antetokounmpo fór fyrir sóknarleik Bucks eins og stundum áður; gerði 35 stig á meðan Brandon Boston Jr. var atkvæðamestur heimamanna með 20 stig.

Joel Embiid átti frábæran leik í ellefu stiga sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, 119-108. Embiid skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar. James Harden var sömuleiðis áberandi í sóknarleik Sixers með 20 stig og 12 stoðsendingar.

Kyrie Irving fór fyrir sóknarleik Dallas Mavericks í fjarveru Luka Doncic sem er meiddur en Dallas vann góðan útisigur á Sacramento Kings þar sem Irving var stigahæstur með 25 stig ásamt því að gefa tíu stoðsendingar.

Úrslit næturinnar

Detroit Pistons - San Antonio Spurs 138-131

Indiana Pacers - Phoenix Suns 104-117

Philadelphia 76ers - New York Knicks 119-108

Boston Celtics - Charlotte Hornets 127-116

Toronto Raptors - Utah Jazz 116-122

Miami Heat - Houston Rockets 97-95

Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 128-107

New Orleans Pelicans - Cleveland Cavaliers 107-118

Portland Trail Blazers - Oklahoma City Thunder 129-138

Sacramento Kings - Dallas Mavericks 114-122

Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 106-119

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×