Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 15:30 Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar