Telja fallbaráttulið Þórs vera með tvo af fimm bestu leikmönnum deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 23:15 Vincent Shahid og Styrmir Snær Þrastarson eru tveir af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja fallbaráttulið Þórs frá Þorlákshöfn vera með tvo af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta í sínum röðum. „Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira