Körfubolti

Frábær tilþrif í 15.umferð: Stórkostleg troðsla Styrmis

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kjartan Atli, Hermann og Örvar fóru yfir tilþrif vikunnar í Subway Körfuboltakvöldi.
Kjartan Atli, Hermann og Örvar fóru yfir tilþrif vikunnar í Subway Körfuboltakvöldi. Vísir

Fimmtánda umferðin í Subway-deild karla í körfuknattleik var gerð upp í gærkvöldi.

Kjartan Atli Kjartansson var mættur í settið í gærkvöldi til að fara yfir 15.umferð Subway Körfuboltakvölds ásamt sérfræðingunum Hermanni Haukssyni og Örvari Kristjánssyni. Eins og vanalega var nóg um flott tilþrif í umferðinni og fóru þeir félagar yfir þau sjö flottustu.

Varin skot og frábærir þristar voru meðal þess sem fyrir augu bar en á toppnum var stórkostleg troðsla Styrmis Snæs Þrastarsonar þar sem hann greip boltann í loftinu og tróð aftur fyrir sig.

„Þetta væri bara í NBA topp tilþrifum. Þetta er geggjað,“ sagði Örvar þegar hann sá troðslu Styrmis.

Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Tilþrif 15.umferðar í Subway-deildinniFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.