Helvítis geðveikin Sigríður Karlsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun