Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2025 10:02 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun