Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 12. maí 2025 09:31 Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Mun gervigreind skapa stafræna stéttaskiptingu á Íslandi? Björgmundur Guðmundsson Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,Jakob Frímann Þorsteinsson Skoðun Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks Skoðun Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bull og rugl frá Bugl Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Kosningaloforð? Sjónarhorn leikskólakennara Anna Lydía Helgadóttir Skoðun Myndin af Guði Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar Skoðun Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar Skoðun Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Mun gervigreind skapa stafræna stéttaskiptingu á Íslandi? Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Að breyta leiknum Hera Grímsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvað liggur í þessum ólgusjó? Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Bull og rugl frá Bugl Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Kosningaloforð? Sjónarhorn leikskólakennara Anna Lydía Helgadóttir skrifar Skoðun Gaslýsing Guðlaugs Þórs Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Staðreyndir um Þristinn Gunnfaxa Tómas Dagur Helgason skrifar Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Hugræn atferlismeðferð á netinu Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Myndin af Guði Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Færum úr öskunni í eldinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þar sem fegurðin ríkir ein Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þjórsárver ekki þess virði? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um íslenskt samfélag Snorri Másson skrifar Skoðun Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun (orku)Sjálfstæði þjóðar Benedikt Kristján Magnússon skrifar Skoðun Samræmd próf Jón Torfi Jónasson skrifar Sjá meira
Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar
Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun