Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 12. maí 2025 12:31 Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun