Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar 12. maí 2025 11:01 Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er fastur liður í máli margra stjórnmálamanna þegar málefni Palestínu og Ísraels ber á góma að segja að Ísrael hafi rétt til að verja sig. Það er einnig fastur liður í ræðum þeirra, og stefna margra ríkisstjórna, að aðhyllast hina svokölluðu tveggja ríkja lausn. Þessi orðræða hefur verið viðhöfð í áratugi og er enn flutt á þingum og ráðstefnum víða um heim eins og ekkert sé eðlilegra. En það ætti ekki að vera það. Það er ekki nálgun sem getur skilað árangri. Í fyrsta sæti verður að setja MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR, það er hið raunverulega málefni og hefur verið alla tíð frá 1947. Það ár var sjálfsákvörunarréttur frumbyggja Palestínu lítisvirtur með tillögu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu og frá þeim tíma hafa Palestínumenn mátt búa við stöðugar árásir Ísraels gegn þeim mannréttindum sem þið, hvert og eitt ykkar, teljið ykkur eiga rétt á. En ekki Palestínumenn, þeir skulu búa við hernám og aðskilnaðarstefnu. Ef tal ykkar stjórnmálamannanna, um að þið aðhyllist mannréttindi eins og þau eru skráð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, væri marktækt, þá væri ástandið annað. Þá væri ekki þjóðarmorð í Palestínu á fullu í beinni útsendingu um allan heim. Það getur enginn ykkar sagt síðar meir: „ég bara vissi ekki...“ Mannréttindasáttmálinn er skýr og öllum aðgengilegur. Hér er brot úr inngangi Sáttmálans ykkur til upprifjunar: „Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins, og þar sem því hefur verið yfir lýst sem æðsta markmiði mannsins að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, þar sem brýnt er að vernda mannréttindi með lögum svo eigi verði gripið til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn harðstjórn og kúgun... kunngjörir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mannréttindayfirlýsingu þessa.“ Ef þið styðjið áfram þjóðarmorðið í Palestínu með aðgerðaleysi eða beinum stuðningi þá fáið þið fleira til að kljást við. Alþjóðakerfið sem við köllum svo, byggt á margvíslegum samningum og sáttmálum til verndar friði og mannréttindum, mun falla. Sú þróun er nú á hraðferð og brátt verður spurningin um líf eða dauða þess samkomulags sem þjóðir gerðu með sér eftir hrylling heimsstyrjaldar þar sem tugmilljónir voru drepin. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er leiðarvísir og það er skylda aðildarríkja að starfa samkvæmt samningnum. En það er ekki gert og þess vegna eru tugþúsundir Palestínumanna, börn og fullorðnir, karlar og konur, ungir og gamlir, drepin í hrönnum. Þess vegna er Gazaströndin nú óbyggileg, þess vegna er her Ísraels í óðaönn, án viðurlaga, að hrekja íbúa Vesturbakkans af heimilum sínum, þess vegna versnar ástandið dag frá degi. SETJIÐ MANNRÉTTINDI PALESTÍNUÞJÓÐARINNAR Í FYRSTA SÆTI! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar