Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar 12. maí 2025 18:00 Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern? Þegar rætt er um afskipti ríkisins af sjávarútvegi hér á landi, snýst umræðan oftast um kvóta, úthlutun, verðmætasköpun og veiðigjöld. Gleymist þá oft að í löndum sem við berum okkur saman við – ekki síst Grænlandi – eru afskipti ríkisins ekki aðeins í formi laga og álaga. Á Grænlandi rekur ríkið sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það heitir Royal Greenland og er að fullu í ríkiseigu og hefur um leið bein áhrif á störf, byggðir, flota og vöruþróun – en líka á ríkissjóð, því fyrirtækið er rekið með tapi. Hér á Íslandi háttar öðruvísi til en hér höfum við valið að einkavæða alla útgerð, en í staðinn auka veiðigjöld og kvótakostnað útgerða. Þarna er því um tvær ólíkar leiðir að ræða. Í báðum tilvikum leikur ríkið lykilhlutverk en með mjög ólíkar afleiðingar. Grænland: Ríkið sem útgerðarmaður Royal Greenland er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, það er stærsta ríkisfyrirtæki í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf. Félagið rekur 12 verksmiðjutogara, heldur úti 37 vinnslustöðvum á Grænlandi og rekur markaðsskrifstofur í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir víðtæka starfsemi nánast byggða á einokun tapaði félagið um 3,9 milljörðum íslenskra kr.. Tekjur voru 112 milljarðar íslenskra kr. og skuldahlutföll jukust. En þrátt fyrir þessi áföll er Royal Greenland síður en svo að draga saman seglin. Stjórnendur félagsins halda áfram að fjárfesta í skipum og vinna á stöðum sem enginn annar atvinnurekandi myndi gera. Þetta er ekki af tilviljun – þetta er stefna. Royal Greenland er höfuðtæki grænlenskra yfirvalda til að tryggja atvinnu í smábyggðum þessa víðfema lands. Fyrirtækið starfar í 63% af öllum byggðum Grænlands, víða í byggðum þar sem búa færri en 500 manns. Royal Greenland nýtur einnig ríkisábyrgðar á lánum, sem skilar sér í 0,75–1% lægri vöxtum en samkeppnisaðilarnir njóta. Þetta er beinn styrkur til rekstrar félagsins af hendi ríkisins. En þrátt fyrir alla þessa aðstoð greiðir Royal Greenland tiltölulega lág veiðigjöld. Þau eru áætluð vera um 1,7 milljarðar íslenskra króna, sem er innan við 1,5% af heildartekjum. Ísland: Skattheimtumenn sjávar Íslenskar útgerðir eru allar í einkaeigu. Fiskvinnslur og frystitogarar eru reknir af hluta- og einkahlutafélögum og aðgengi að fiskimiðunum fer eftir kvótum í eigu þeirra. Þetta kerfi hefur skilað mikilli hagræðingu og skapað arðsemi sem ríkið hefur nýtt sér til þess að auka sífellt veiðigjöld og álögur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum voru 12,4 milljarðar íslenskra kr. árið 2024. Þetta jafngildir um 5–7% af heildarveltu greinarinnar og allt að 15% í botnfiski, skv. reiknilíkönum fjárlaga. Rifjum upp til samanburðar að Royal Greenland greiðir 1,7 milljarða íslenskra kr. – en nýtur mun meiri ríkisstuðnings. Íslenska ríkið veitir hins vegar engan rekstrarstuðning, heldur krefst hærri tekjuöflunar í gegnum skattlagningu og aukinna gjalda. Þetta þýðir að útgerðin ber alla áhættu en ríkið hefur hlutfallslega háa hlutdeild í hagnaði greinarinnar. Polar Seafood: Einkaútgáfan Polar Seafood er stærsta einkaútgerð Grænlands. Félagið rekur 10 til 12 frystitogara, rekur tvær stærstu rækjuvinnslur heims og greiddi um 3,5 milljarða íslenskra kr. í veiðigjöld árið 2024. Polar Seafood fékk engin lán með ríkisábyrgðum og þeir bera einir áhættuna af sínum rekstri. EBITDA hlutfall þeirra var um 7% á sama tíma og Royal Greenland var með -3,5%. Polar Seafoodr ber engan byggðakostnað og loka óarðbærum rekstri þegar svo ber undir. Eigi að síður greiða þeir hærri skatta en Royal Greenland. Hvort vegur meira: Áhætta eða hagsmunir? Með því að hækka veiðigjöld umfram öll önnur lönd, án þess að veita ríkisábyrgð, byggðastuðning eða fjárfestingarstuðning, er Ísland að fara sérstaka leið. Það er verið að auka ávinning ríkisins en áhættan er áfram á hendi einkaaðila. Grænland hefur valið að ríkisleiðina og uppskorið tap. En þeir eru einnig með einkarekstur (Polar Seafood) sem nær hárri arðsemi og greiðir hærri veiðigjöld á sama tíma. Þeir borga mest, en fá lítið til baka. Lokaorð Ríkissrekinn sjávarútvegur og einkarekinn eru valkostir. En ef ríkið vill hagnast meira þarf það að axla meiri ábyrgð. Hvort sem um er að ræða byggðir, lán, markaðsaðgengi eða fyrirsjáanleika, er morgunljóst að veiðigjald er ekki nóg án stýringar. Samanburðurinn við Grænland dregur fram grundvallarmun á ólíkri nálgun við stjórn fisk.veiða: Á Grænlandi er ríkið sjálfur rekstraraðili í sjávarútvegi og tekur þar með beina ábyrgð á bæði áhættu og samfélagslegum afleiðingum. Hér á Íslandi leggur ríkið hins vegar áherslu á að hagnast á auðlindinni í gegnum gjaldtöku, án þess að axla beina rekstrarábyrgð eða áhættu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Grænland Fiskeldi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern? Þegar rætt er um afskipti ríkisins af sjávarútvegi hér á landi, snýst umræðan oftast um kvóta, úthlutun, verðmætasköpun og veiðigjöld. Gleymist þá oft að í löndum sem við berum okkur saman við – ekki síst Grænlandi – eru afskipti ríkisins ekki aðeins í formi laga og álaga. Á Grænlandi rekur ríkið sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það heitir Royal Greenland og er að fullu í ríkiseigu og hefur um leið bein áhrif á störf, byggðir, flota og vöruþróun – en líka á ríkissjóð, því fyrirtækið er rekið með tapi. Hér á Íslandi háttar öðruvísi til en hér höfum við valið að einkavæða alla útgerð, en í staðinn auka veiðigjöld og kvótakostnað útgerða. Þarna er því um tvær ólíkar leiðir að ræða. Í báðum tilvikum leikur ríkið lykilhlutverk en með mjög ólíkar afleiðingar. Grænland: Ríkið sem útgerðarmaður Royal Greenland er ekki aðeins stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, það er stærsta ríkisfyrirtæki í sjávarútvegi við Norður-Atlantshaf. Félagið rekur 12 verksmiðjutogara, heldur úti 37 vinnslustöðvum á Grænlandi og rekur markaðsskrifstofur í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir víðtæka starfsemi nánast byggða á einokun tapaði félagið um 3,9 milljörðum íslenskra kr.. Tekjur voru 112 milljarðar íslenskra kr. og skuldahlutföll jukust. En þrátt fyrir þessi áföll er Royal Greenland síður en svo að draga saman seglin. Stjórnendur félagsins halda áfram að fjárfesta í skipum og vinna á stöðum sem enginn annar atvinnurekandi myndi gera. Þetta er ekki af tilviljun – þetta er stefna. Royal Greenland er höfuðtæki grænlenskra yfirvalda til að tryggja atvinnu í smábyggðum þessa víðfema lands. Fyrirtækið starfar í 63% af öllum byggðum Grænlands, víða í byggðum þar sem búa færri en 500 manns. Royal Greenland nýtur einnig ríkisábyrgðar á lánum, sem skilar sér í 0,75–1% lægri vöxtum en samkeppnisaðilarnir njóta. Þetta er beinn styrkur til rekstrar félagsins af hendi ríkisins. En þrátt fyrir alla þessa aðstoð greiðir Royal Greenland tiltölulega lág veiðigjöld. Þau eru áætluð vera um 1,7 milljarðar íslenskra króna, sem er innan við 1,5% af heildartekjum. Ísland: Skattheimtumenn sjávar Íslenskar útgerðir eru allar í einkaeigu. Fiskvinnslur og frystitogarar eru reknir af hluta- og einkahlutafélögum og aðgengi að fiskimiðunum fer eftir kvótum í eigu þeirra. Þetta kerfi hefur skilað mikilli hagræðingu og skapað arðsemi sem ríkið hefur nýtt sér til þess að auka sífellt veiðigjöld og álögur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum voru 12,4 milljarðar íslenskra kr. árið 2024. Þetta jafngildir um 5–7% af heildarveltu greinarinnar og allt að 15% í botnfiski, skv. reiknilíkönum fjárlaga. Rifjum upp til samanburðar að Royal Greenland greiðir 1,7 milljarða íslenskra kr. – en nýtur mun meiri ríkisstuðnings. Íslenska ríkið veitir hins vegar engan rekstrarstuðning, heldur krefst hærri tekjuöflunar í gegnum skattlagningu og aukinna gjalda. Þetta þýðir að útgerðin ber alla áhættu en ríkið hefur hlutfallslega háa hlutdeild í hagnaði greinarinnar. Polar Seafood: Einkaútgáfan Polar Seafood er stærsta einkaútgerð Grænlands. Félagið rekur 10 til 12 frystitogara, rekur tvær stærstu rækjuvinnslur heims og greiddi um 3,5 milljarða íslenskra kr. í veiðigjöld árið 2024. Polar Seafood fékk engin lán með ríkisábyrgðum og þeir bera einir áhættuna af sínum rekstri. EBITDA hlutfall þeirra var um 7% á sama tíma og Royal Greenland var með -3,5%. Polar Seafoodr ber engan byggðakostnað og loka óarðbærum rekstri þegar svo ber undir. Eigi að síður greiða þeir hærri skatta en Royal Greenland. Hvort vegur meira: Áhætta eða hagsmunir? Með því að hækka veiðigjöld umfram öll önnur lönd, án þess að veita ríkisábyrgð, byggðastuðning eða fjárfestingarstuðning, er Ísland að fara sérstaka leið. Það er verið að auka ávinning ríkisins en áhættan er áfram á hendi einkaaðila. Grænland hefur valið að ríkisleiðina og uppskorið tap. En þeir eru einnig með einkarekstur (Polar Seafood) sem nær hárri arðsemi og greiðir hærri veiðigjöld á sama tíma. Þeir borga mest, en fá lítið til baka. Lokaorð Ríkissrekinn sjávarútvegur og einkarekinn eru valkostir. En ef ríkið vill hagnast meira þarf það að axla meiri ábyrgð. Hvort sem um er að ræða byggðir, lán, markaðsaðgengi eða fyrirsjáanleika, er morgunljóst að veiðigjald er ekki nóg án stýringar. Samanburðurinn við Grænland dregur fram grundvallarmun á ólíkri nálgun við stjórn fisk.veiða: Á Grænlandi er ríkið sjálfur rekstraraðili í sjávarútvegi og tekur þar með beina ábyrgð á bæði áhættu og samfélagslegum afleiðingum. Hér á Íslandi leggur ríkið hins vegar áherslu á að hagnast á auðlindinni í gegnum gjaldtöku, án þess að axla beina rekstrarábyrgð eða áhættu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun