Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Jakob Snævar Ólafsson skrifar 1. febrúar 2023 21:31 Lárus Ingi Magnússon faðmar hér Rúnar Inga Erlingsson en sá síðarnefndi var fjarverandi í kvöld. Bára Dröfn Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00