Skoðun

Ó­friður í lífi lág­launa­manneskju

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Það er enginn friður fólginn í því að vera láglaunamanneskja.

Það er enginn friður fólginn í því að geta ekki borðað út mánuðinn.

Friðinn má ekki finna í innheimtukröfum sem minna reglulega á sig.

Það er enginn friður í því að telja klinkið sem er eftir og deila því niður á mánaðardagana.

Það er enginn friður fólginn í því að þurfa sífellt að neita sér um hluti.

Það er andstæðan við friðarástand að vera svangur og reyna að fylla magann með tómum hitaeiningum vatns.

Það er enginn friður fólginn í því að þurfa sífellt að neita sér um hluti og að geta ekki leyft börnunum þínum að njóta sín.

Ófriðurinn í lífi verka- og láglaunafólks er í boði stjórnvalda, auðvaldsins og þeirra sem tala máli þeirra og vilja halda fátæku fólki niðri að eilífu.

- Þetta er skrifað í kjölfar þess að hafa lesið viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þar sem hann setur fram skilgreiningar sínar á friði og ófriði.

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×