Fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaði Sunna Arnardóttir skrifar 31. janúar 2023 08:01 Þökk sé #MeToo hreyfingunni þá hefur umræða um ofbeldi og birtingarmyndir þess færst í aukana á öllum miðlum, sem og einstaklinga á milli. Þær margvíslegu tegundir ofbeldis sem geta komið fram og birtingarmyndir þeirra eru mikið ræddar, og er þar helst stiklað á: -Líkamlegu ofbeldi -Kynferðislegu ofbeldi -Andlegu ofbeldi -Tilfinningalegu ofbeldi -Fjárhagslegu ofbeldi Umræðan útfrá #MeToo hefur spunnist mikið útfrá ofbeldi í samböndum, en ofbeldi fyrirfinnst á fleiri stöðum. Í 3.gr. reglugerðar 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er ofbeldi skilgreint sem „Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.“ Samkvæmt þessari skilgreiningu þá tekur reglugerðin fyrir flestar tegundir ofbeldis; líkamlegt, kynferðislegt, andlegt, og tilfinningalegt. En ekki fjárhagslegt ofbeldi. Er rætt er um ástæður þess sem einstaklingar festast í ofbeldissamböndum, og erfiðleikar þeirra við að komast úr þeim samböndum, þá er það tíðrætt að lykillinn að skjótri undankomu er fjárhagslegt sjálfstæði. Af hverju er þá ekki meira rætt um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum? Umræða í samfélaginu um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum einkennist oft af því að lýsa brotunum sem fjárhagslegu tjóni fyrir þolanda, þjófnaði, eða sem samningsbroti. Fjárhagslega ofbeldið er þannig flokkað með öðrum brotum sem tengjast eignum, en ekki einstaklingnum sjálfum. Ofbeldið er þannig smættað frá því að vera hegðun sem leiðir til skaða, hótun um slíkt, þvingun, eða handahófskenndri sviptingu frelsis, yfir í að vera missir á fjármunum sem einfalt er að greiða tilbaka. Athuga skal að gerður er hér greinarmunur á því sem kallað er „launaþjófnaður“ og fjárhagslegu ofbeldi: -Launaþjófnaður: Atvinnurekandi sem leitast eftir að lækka útgjöld sín á kostnaði vegna launa og launatengdra gjalda með því að forðast að greiða kjarabundin réttindi starfsfólks, eða sleppa greiðslu á launatengdum gjöldum. -Fjárhagslegt ofbeldi: Einstaklingur í áhrifastöðu innan atvinnurekanda notar stöðu sína til þess að beita öðrum einstaklingi fjárhagslegum skaða eða þjáningu, hefur hótanir um slíkt, beitir þvingunum eða handahófskenndri sviptingu frelsis við athæfið. Munurinn þarna á er ásetningur geranda. Ásetning er oft hægt að sjá á því að hegðun geranda beinist gagngert að einum eða fleiri þolanda, á meðan annað starfsfólk verður ekki fyrir áhrifum. Hægt er að finna merki um bæði launaþjófnað, sem og fjárhagslegt ofbeldi hjá sama atvinnurekanda. Birtingarmyndir fjárhagslegs ofbeldis á vinnumarkaðinum eru margvíslegar, en sem dæmi má nefna: -Gerandi neitar greiðslu á unnum yfirvinnutímum til þolanda. -Gerandi skráir unna tíma á þolanda, þegar viðkomandi svaraði útkalli. -Gerandi neitar þolanda um auka vaktir, og hamlar þannig því að þolandi geti unnið sér fyrir hærri launum. -Gerandi hótar að halda eftir launum þolanda. -Gerandi skráir rangan launataxta á þolanda. -Gerandi neitar, eða dregur, að lagfæra laun þegar bent er á misfærslur þar á. -Gerandi skráir of háan persónuafslátt á þolanda, og byggir þannig upp skuld þolanda við ríkið. -Gerandi greiðir út of há laun og krefur þolanda um endurgreiðslu án þess að veita þolanda sýn á útreikninga endurgreiðslunar. -Gerandi neyðir þolanda til að skrifa undir samning eða yfirlýsingu þar sem þolandi afsalar sér kjarasamningsbundnum réttindum. oMeð þessu fylgja oft hótanir, eða frelsissviptingar þar til þolandi skrifar undir. Hægt er að telja fram ótalmörg dæmi um hvernig fjárhagslegt ofbeldi kemur fram á vinnumarkaði, en ekki þarf mörg dæmi til að sjá af hverju brotin sem slík eru ávallt smættuð niður í efnahagsleg brot: -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis geta ekki verið framlínufólk, eða einfalt starfsfólk með enga ábyrgð. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt stjórnendur atvinnurekenda, og/eða þeir aðilar sem sjá um launin. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt þeir sem hafa peningavöldin hjá atvinnurekendum. Þrátt fyrir að fjárhagslegt ofbeldi snertir ávallt fjármuni, þá er ekki eingöngu um efnahagslegt brot að ræða. Þolendur fjárhagslegs ofbeldis lýsa mikilli vanlíðan við það að umgangast stjórnanda sem stigbundið færir inn misfærslur vegna launa þeirra, neitar þeim um tækifæri til að afla frekari tekna, og/eða hreinlega neitar að lagfæra rangfærslur launa. Því miður eru stéttarfélög ekki komin langt á leið er kemur að því að tækla fjárhagslegt ofbeldi. Sögur þolenda af frelsissviptingu, eða nauðungar við að undirrita samninga og yfirlýsingar eru oft smættaðar niður í undirritað blaðið og innihald þess. Þolendur þurfa þá enn frekar að heyra raunir sínar ræddar útfrá fjárhagslegu sjónarmiði, en ekki þeirri andlegu og tilfinningalegu vanlíðan sem atburðarrásin hefur kallað fram. Tilgangur smættunar ofbeldis gagnvart launtökum er eingöngu til þess að minnka kröfu þeirra á geranda sinn, ef mál er almennt tekið upp. Virkar þetta hamlandi á þolendur, þar sem þeir sjá lítinn tilgang í að sækja rétt sinn þar sem eingöngu verður athugað með fjárhagslegan missi, á meðan þolandinn þarf að ganga í gegnum tilfinninga- og andlega vanlíðan aftur á meðan á því ferli stendur. Líkt og #MeToo hefur opnað fyrir umræður um ofbeldi í samböndum, þá er kominn tími til þess að opna umræðuna um ofbeldi á vinnumarkaði frekar, og þá sérstaklega fjárhagslegt ofbeldi. Umræðan verður að hefjast einhvers staðar. Hver er þín saga? Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þökk sé #MeToo hreyfingunni þá hefur umræða um ofbeldi og birtingarmyndir þess færst í aukana á öllum miðlum, sem og einstaklinga á milli. Þær margvíslegu tegundir ofbeldis sem geta komið fram og birtingarmyndir þeirra eru mikið ræddar, og er þar helst stiklað á: -Líkamlegu ofbeldi -Kynferðislegu ofbeldi -Andlegu ofbeldi -Tilfinningalegu ofbeldi -Fjárhagslegu ofbeldi Umræðan útfrá #MeToo hefur spunnist mikið útfrá ofbeldi í samböndum, en ofbeldi fyrirfinnst á fleiri stöðum. Í 3.gr. reglugerðar 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er ofbeldi skilgreint sem „Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.“ Samkvæmt þessari skilgreiningu þá tekur reglugerðin fyrir flestar tegundir ofbeldis; líkamlegt, kynferðislegt, andlegt, og tilfinningalegt. En ekki fjárhagslegt ofbeldi. Er rætt er um ástæður þess sem einstaklingar festast í ofbeldissamböndum, og erfiðleikar þeirra við að komast úr þeim samböndum, þá er það tíðrætt að lykillinn að skjótri undankomu er fjárhagslegt sjálfstæði. Af hverju er þá ekki meira rætt um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum? Umræða í samfélaginu um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum einkennist oft af því að lýsa brotunum sem fjárhagslegu tjóni fyrir þolanda, þjófnaði, eða sem samningsbroti. Fjárhagslega ofbeldið er þannig flokkað með öðrum brotum sem tengjast eignum, en ekki einstaklingnum sjálfum. Ofbeldið er þannig smættað frá því að vera hegðun sem leiðir til skaða, hótun um slíkt, þvingun, eða handahófskenndri sviptingu frelsis, yfir í að vera missir á fjármunum sem einfalt er að greiða tilbaka. Athuga skal að gerður er hér greinarmunur á því sem kallað er „launaþjófnaður“ og fjárhagslegu ofbeldi: -Launaþjófnaður: Atvinnurekandi sem leitast eftir að lækka útgjöld sín á kostnaði vegna launa og launatengdra gjalda með því að forðast að greiða kjarabundin réttindi starfsfólks, eða sleppa greiðslu á launatengdum gjöldum. -Fjárhagslegt ofbeldi: Einstaklingur í áhrifastöðu innan atvinnurekanda notar stöðu sína til þess að beita öðrum einstaklingi fjárhagslegum skaða eða þjáningu, hefur hótanir um slíkt, beitir þvingunum eða handahófskenndri sviptingu frelsis við athæfið. Munurinn þarna á er ásetningur geranda. Ásetning er oft hægt að sjá á því að hegðun geranda beinist gagngert að einum eða fleiri þolanda, á meðan annað starfsfólk verður ekki fyrir áhrifum. Hægt er að finna merki um bæði launaþjófnað, sem og fjárhagslegt ofbeldi hjá sama atvinnurekanda. Birtingarmyndir fjárhagslegs ofbeldis á vinnumarkaðinum eru margvíslegar, en sem dæmi má nefna: -Gerandi neitar greiðslu á unnum yfirvinnutímum til þolanda. -Gerandi skráir unna tíma á þolanda, þegar viðkomandi svaraði útkalli. -Gerandi neitar þolanda um auka vaktir, og hamlar þannig því að þolandi geti unnið sér fyrir hærri launum. -Gerandi hótar að halda eftir launum þolanda. -Gerandi skráir rangan launataxta á þolanda. -Gerandi neitar, eða dregur, að lagfæra laun þegar bent er á misfærslur þar á. -Gerandi skráir of háan persónuafslátt á þolanda, og byggir þannig upp skuld þolanda við ríkið. -Gerandi greiðir út of há laun og krefur þolanda um endurgreiðslu án þess að veita þolanda sýn á útreikninga endurgreiðslunar. -Gerandi neyðir þolanda til að skrifa undir samning eða yfirlýsingu þar sem þolandi afsalar sér kjarasamningsbundnum réttindum. oMeð þessu fylgja oft hótanir, eða frelsissviptingar þar til þolandi skrifar undir. Hægt er að telja fram ótalmörg dæmi um hvernig fjárhagslegt ofbeldi kemur fram á vinnumarkaði, en ekki þarf mörg dæmi til að sjá af hverju brotin sem slík eru ávallt smættuð niður í efnahagsleg brot: -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis geta ekki verið framlínufólk, eða einfalt starfsfólk með enga ábyrgð. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt stjórnendur atvinnurekenda, og/eða þeir aðilar sem sjá um launin. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt þeir sem hafa peningavöldin hjá atvinnurekendum. Þrátt fyrir að fjárhagslegt ofbeldi snertir ávallt fjármuni, þá er ekki eingöngu um efnahagslegt brot að ræða. Þolendur fjárhagslegs ofbeldis lýsa mikilli vanlíðan við það að umgangast stjórnanda sem stigbundið færir inn misfærslur vegna launa þeirra, neitar þeim um tækifæri til að afla frekari tekna, og/eða hreinlega neitar að lagfæra rangfærslur launa. Því miður eru stéttarfélög ekki komin langt á leið er kemur að því að tækla fjárhagslegt ofbeldi. Sögur þolenda af frelsissviptingu, eða nauðungar við að undirrita samninga og yfirlýsingar eru oft smættaðar niður í undirritað blaðið og innihald þess. Þolendur þurfa þá enn frekar að heyra raunir sínar ræddar útfrá fjárhagslegu sjónarmiði, en ekki þeirri andlegu og tilfinningalegu vanlíðan sem atburðarrásin hefur kallað fram. Tilgangur smættunar ofbeldis gagnvart launtökum er eingöngu til þess að minnka kröfu þeirra á geranda sinn, ef mál er almennt tekið upp. Virkar þetta hamlandi á þolendur, þar sem þeir sjá lítinn tilgang í að sækja rétt sinn þar sem eingöngu verður athugað með fjárhagslegan missi, á meðan þolandinn þarf að ganga í gegnum tilfinninga- og andlega vanlíðan aftur á meðan á því ferli stendur. Líkt og #MeToo hefur opnað fyrir umræður um ofbeldi í samböndum, þá er kominn tími til þess að opna umræðuna um ofbeldi á vinnumarkaði frekar, og þá sérstaklega fjárhagslegt ofbeldi. Umræðan verður að hefjast einhvers staðar. Hver er þín saga? Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun