Handbolti

Læri­sveinar Al­freðs enda í fimmta sæti á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð Gíslason og Juri Knorr, leikmaður Þýskalands.
Alfreð Gíslason og Juri Knorr, leikmaður Þýskalands. Marvin Ibo Guengoer/Getty Images

Þýskaland vann Noreg í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta, lokatölur 28-24.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu voru sterkari frá fyrstu mínútu og leiddu með þremur mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan þá 16-13.

Þá forystu létu Þjóðverjar ekki af hendi í síðari hálfleik og unnu leikinn á endanum með fjögurra marka mun, 28-24.

Þeir Kai Hafner, Johannes Golla og Luca Witke voru markahæstir í liði Þýskalands með fimm mörk hver. Í markinu varði Andreas Wolff 18 skot og var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Magnus Gullerud var markahæstur í liði Noregs með 6 mörk. Torbjorn Sittrup Bergerud varði 11 skot í marki Noregs og var með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þá varði Kristian Sæverås tvö skot.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.