Velsæld og árangur? Agnes Barkardóttir skrifar 22. janúar 2023 21:07 Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun