Jóhann: Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun Árni Jóhannsson skrifar 20. janúar 2023 20:29 Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin í viðtalinu en hann langaði að segja ansi margt. Vísir/Vilhelm Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, þurfti að vanda orðaval sitt þegar hann ræddi við blaðamann eftir leik. Hann langaði að segja ýmislegt en vissi það að hann myndi ekkert græða á því en það var að skilja á honum að dómararnir höfðu áhrif á lund leikmanna hans og hlutir sem hans menn gátu stjórnað gengu ekki upp. Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Jóhann var spurður að því í upphafi hvort hans menn hafi misst hausinn í lok fyrri hálfleiks en staðan var jöfn 32-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði þó í stöðunni 47-34 fyrir Valsmenn. Heimamenn skoruðu sex stig í einni sókn nánast á þeim tímapunkti og voru ákvarðanir dómara ekki alveg skýrar úr blaðamannastúkunni og fóru þær verulega í taugarnar á Grindvíkingum. Jóhann þurfti nokkur andartök til að finna svarið. „Já já, segjum það bara. Við misstum hausinn og þegar við einbeittum okkur að hlutum sem við stjórnum þá gekk vel. Við misstum hausinn og ég þar með talinn og eftir höfðinu dansa limirnir og ég verð að taka þetta á mig.“ Jóhann var þá spurður út í áður nefnt augnablik þar sem Valsmenn náðu að skvetta sex stigum í einu á gestina og hvort hann gæti lýst því. „Þeir voru bara grimmari en við. Við vildum fá einhverjar villur þarna. Augljóst fyrir mér en ég stóð náttúrlega lengst út í rassgati. Við vorum bara mjúkir og þeir vildu þetta meira. Sú gamla góða tugga.“ Er þá verkefni hans að brýna fyrir mönnum að vera harðari af sér? „Já já það má alveg tala um það. Mig langar að segja svo mikið en ég ætla ekki að gera það. Ég græði ekkert á því. Við bara misstum hausinn og það eru ákveðnir hlutir sem við viljum standa fyrir og þeir fóru út um gluggann því það þarf orku í þá og við fórum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Svo náðum við að minnka muninn niður í 5-6 stig í þriðja leikhluta en svo má segja að sami farsi hafi farið af stað í þriðja og fjórða leikhluta og því fór sem fór.“ Var það þá dómarafarsi sem Jóhann átti við? „Það eru þín orð en ekki mín. Dómarastéttin er að ganga í gegnum endurnýjun og við vorum beðnir um að taka tillit til þess og ég ætla mér að vera á þeim vagni. Ég missti svolítið hausinn og liðið mitt þar af leiðandi líka og eftir höfðinu dansa limirnir.“ Að lokum var Jóhann spurður hvort hann sæi eitthvað jákvætt við leikinn. „Já það eru strákar að fá mínútur hjá okkur og er að fá að hlaupa á veggi. Þeir fá reynslu í bankann og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að finna.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 92-67 | Engin bikarþynnka á Hlíðarenda Valsmenn lögðu Grindvíkinga með öruggum hætti í 13. umferð Subway deildar karla. Frammistaðan var fagmannleg og sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik. Leikar enduðu 92-67 og Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar. 20. janúar 2023 19:54