„Gæti litið út fyrir að vera auðvelt fyrir þau sem heima sitja en er það alls ekki. Erfitt að spila allan tímann á móti liði sem spilar alltaf 7 á móti 6, þeir eru alltaf í yfirtölu og upp að marki lítið hægt að gera. Fannst við gera þetta vel, róteruðum vel, hvíldum nokkra stóra pósta og erum klárir í Svíþjóð.“
Grænhöfðaeyjar spila sóknarleik sem þekkist varla en þeir taka markvörð sinn alltaf út af þegar þeir byggja upp sókn og eru því í yfirtölu. Það kom oftar en ekki í bakið á þeim þar sem Björgvin Páll Gústavsson skoraði yfir endilangan völlinn og Elliði Snær Viðarsson skoraði ítrekað með sínu stórskemmtilega skoti frá miðju.
„Það kemur alltaf upp ákveðið glott á bekknum þegar hann tekur þetta skot. Hætt að vera fyndið þarna í lokin þegar hann henti boltanum næstum upp í þakið á höllinni og svo í netið.“
„Ætlum okkur sigur á móti Svíum. Góða við þetta er að við erum með allt í okkar höndum, þurfum ekki að treysta á markatölu eða blí og bla. Ætlum að vinna þá og mér finnst við vera klárir í það,“ sagði Gísli Þorgeir að endingu en Ísland mætir Svíþjóð í Gautaborg á föstudaginn kemur.