Körfubolti

Elvar og félagar í 16-liða úrslit eftir sigur í oddaleik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Már á fleygiferð með íslenska landsliðinu.
Elvar Már á fleygiferð með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius eru komnir í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar í körfubolta eftir öruggan 19 stiga sigur gegn gríska liðinu PAOK í oddaleik í kvöld, 82-63.

Rytas og PAOK áttust við í umspili um laust sæti í 16-liða úrslitum þar sem vinna þurfti tvo leiki til að hafa betur í einvíginu. Staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leik kvöldsins og því var allt undir þegar liðin áttust við í kvöld.

Elvar og félagar höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu leiksins, en áttu erfitt með að hrista gestina af sér framan af leik. Þeir stungu þó af í þriðja leikhluta og unnu að lokum öruggan 19 stiga sigur, 82-63.

Elvar átti flottan leik fyrir litháíska liðið í kvöld og skoraði 12 stig, tók þrjú f´raköst og gaf sex stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×