Framlengingin: Núll prósent líkur að KR haldi sér uppi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 23:31 Strákarnir í Körfuboltakvöldi hafa ekki mikla trú á því að KR-ingar muni leika í efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl eins og svo oft áður í Framlengingunni í seinasta þætti. Meðal þess sem þeir ræddu voru líkurnar á því að KR haldi sæti sínu í Subway-deildinni. „Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
„Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira