Framlengingin: Núll prósent líkur að KR haldi sér uppi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 23:31 Strákarnir í Körfuboltakvöldi hafa ekki mikla trú á því að KR-ingar muni leika í efstu deild á næsta tímabili. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl eins og svo oft áður í Framlengingunni í seinasta þætti. Meðal þess sem þeir ræddu voru líkurnar á því að KR haldi sæti sínu í Subway-deildinni. „Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira
„Förum í Framlenginguna, okkar allra bestu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Fyrsta spurningin í Framlengingunni var nokkuð einföld: „Hvað gefiði KR miklar líkur á að bjarga sér frá falli?“ Jón Halldór Eðvaldsson, annar sérfræðingur þáttarins, var fljótur að svara og hann hefur greinilega enga trú á því að þetta gamla stórveldi muni leika í efstu deild á næsta tímabili. „Núll prósent,“ sagði Jón. „Ég held að þetta sé bara borin von.“ Teitur Örlygsson var ekki alveg jafn harður í sínum svörum, en gaf KR-ingum þó ekkert til að brosa yfir. „Við erum náttúrulega ekki búnir að sjá liðið sem þeir ætla að enda með. Það er leikmaður á leiðinni. Þannig að ég ætla að gefa þeim sjö prósent. Lucky seven.“ Jón dró þá aðeins í land og gaf vinum sínum í Vesturbænum örlitla vonarglætu. „Ef hann er rosalega góður þá hendi ég þremur prósentum á þetta,“ bætti Jón við. KR-ingar sitja í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 leiki, fjórum stigum á eftir Þór Þ. og ÍR sem sitja í sætunum fyrir ofan. Það er því ljóst að verk er að vinna í Vesturbænum til að bjarga stórveldinu frá falli. Klippa: KBK_Framlenging 12 umferðar Næsta umræðuefni þeirra félaga var einmitt hvaða lið eru í fallhættu. Ásamt KR, Þór Þ. og ÍR vildu þeir félagar meina að Höttur og Stjarnan, sem bæði eru með tíu stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar, þyrftu að fara að passa sig. Þeir voru sammála um það að bæði Þór Þ. og Ír ættu eitthvað inni og því gæti farið svo að þau lið fari að klífa upp töfluna. Strákarnir veltu einnig fyrir sér hvort Skagafjörðurinn ætti að láta sér dreyma um titilinn, hvað er það sem veldur fjölgun tæknivillna í deildinni og opinberri umræðu um dómara í Framlengingunni, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Sjá meira