Mun skipta um lið fjórum sinnum á rúmri viku Valur Páll Eiríksson skrifar 5. janúar 2023 15:00 Ahmad Gilbert verður á ferð og flugi. Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Ahmad Gilbert hefur fengið félagsskipti til Stjörnunnar frá Hrunamönnum og mun leika með Garðbæingum er þeir mæta Val í Subway-deild karla í kvöld. Hann mun hins vegar spila fyrir Hrunamenn annað kvöld. Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira