Mun skipta um lið fjórum sinnum á rúmri viku Valur Páll Eiríksson skrifar 5. janúar 2023 15:00 Ahmad Gilbert verður á ferð og flugi. Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Ahmad Gilbert hefur fengið félagsskipti til Stjörnunnar frá Hrunamönnum og mun leika með Garðbæingum er þeir mæta Val í Subway-deild karla í kvöld. Hann mun hins vegar spila fyrir Hrunamenn annað kvöld. Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira