Körfubolti

Milka í mestum plús af öllum leik­mönnum í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominykas Milka hefur komið sterkur til baka eftir slakt tímabil i fyrra.
Dominykas Milka hefur komið sterkur til baka eftir slakt tímabil i fyrra. Visir/ Diego

Keflvíkingurinn Dominykas Milka er efstur í plús og mínus í Subway deild karla í körfubolta þegar deildarkeppnin er hálfnuð.

Keflavíkurliðið hefur unnið þær 289 mínútur sem Dominykas Milka hefur spilað með 128 stigum sem þýðir jafnframt að liðið hefur tapað með 59 stigum þegar Mikla situr á bekknum. Þetta er ótrúleg 187 stiga sveifla.

Milka hefur sýnt mikinn stöðugleika í vetur og er með 18,6 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik. Hann hefur verið yfir tuttugu í framlagi í níu af ellefu leikjum sínum.

Næstur Milka er Njarðvíkingurinn Mario Matasovic en Njarðvík er plús 111 með hann inn á vellinum en mínus 14 þegar hann er á bekknum.

Reykjanesarbæjarliðin Keflavík og Njarðvík eiga annars saman sex efstu mennina á listanun eða þrjá leikmenn hvort félag.

Efstur þeirra sem spila ekki með Keflavík eða Njarðvík er Haukamaðurinn Norbertas Giga. Nýliðarnir hafa unnið mínútur hans á vellinum með 77 stigum en tapað með 51 stigi þegar hann situr á bekknum.

Tólfta umferðina hefst í kvöld og lýkur á morgun. Í kvöld verða tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport, fyrst leikur Grindavíkur og KR klukkan 18.15 og svo leikur Stjörnunnar og Vals klukkan 20.15. Subway Tilþrifin eru síðan á dagskrá strax á eftir seinni leiknum.

  • Efstir í plús og mínus í Subway deild karla í körfubolta:
  • 1. Dominykas Milka, Keflavík +128
  • 2. Mario Matasovic, Njarðvík +111
  • 3. Dedrick Deon Basile, Njarðvík +109
  • 4. Horður Axel Vilhjalmsson, Keflavík +86
  • 5. Ólafur Ingi Styrmisson, Keflavík +82
  • 6. Maciek Stanislav Baginski, Njarðvík +79
  • 7. Norbertas Giga, Haukum +77
  • 8. Igor Maric, Keflavík +74
  • 9. Callum Reese Lawson, Val +63
  • 10. Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll +62
  • 10. Kári Jónsson, Val +62



Fleiri fréttir

Sjá meira


×