Var þetta fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Elvar og félagar tóku forystuna snemma leiks.
Heimamenn í Rytasleiddu með 14 stiga mun þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleikshléið og liðið vann að lokum öruggan 23 stiga sigur, 85-62.
Elvar nýtti sínar mínútur vel og skoraði tíu stig, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á þeim 18 mínútum sem hann spilaði. Rytas og PAOK mætast aftur að tveimur vikum liðnum þar sem kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.