Markvörðurinn heitir Pavel Miskevich, er 25 ára gamall og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Hann lék síðast með liðinu San Jose Lanzarote sem staðsett er á Spáni. Samningur hans við ÍBV gildir út yfirstandandi leiktíð en gæti farið svo að samningurinn verði framlengdur að þeim tíma loknum.
„Við væntum mikils af Pavel og að hann verði góð viðbót við sterkan leikmannahóp okkar, fyrir átökin í Olís deildinni,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.
ÍBV er í 5. sæti Olís deildarinnar með 14 stig að loknum 12 leikjum.